Arngrímur lauk tvöföldu grunnámi í Háskóla Íslands og er með B.Sc gráðu í Umhverfis- og byggingaverkfræði og B.Sc gráðu í tölvunarfræði. Hann er með M.Sc gráðu í Data Science Engineering frá Eindhoven University of Technology í Hollandi.
Síðustu ár hefur Arngrímur starfað á sviði gagna og glímt við verkefni á öllum undirsviðum þess. Þá helst hefur hann starfað í fjarskiptageiranum í verkefnum á borð við vöruhús gagna, gagnaverkfræði, gagnavísindi og gervigreind.